05.11.2017 14:22
Bíldsey SH-65
Í síðustu viku var farin ferð á Siglufjörð í Bíldsey SH65.
Skipt var um sjálfstýringu og GPS áttavita. Fyrir valinu varð Simrad AP70 ásamt Simrad HS60 GPS áttavita.
Nýja stýringin var tengd inn á fremri og aftari hliðarskrúfurnar og Maxsea TZ siglingatölvu.
Einnig var tenging á hliðarskrúfuhandföngum breytt og þau tekin í gegnum búnað
sem skiftir sjálfkrafa á mili inni og úti skafta og sjálfstýringar.
Settur upp skiftari á milli GPS tækja inn á siglingatölvu.
Fleiri myndir í myndaalbúminu.
Stjórnborðið
|
||
11.10.2017 20:59
Hamar SH224
Þegar Hamar SH kom frá Póllandi fyrir um 3 vikum síðan var
hafist handa við að endurnýja hluta af siglinga og fiskileitartækjum um borð.
Það sem helst var gert var að:
Settur var upp nýr Simrad ES80 dýptarmælir á 38Khz botnstykki 3ja. geisla með stærðargreiningu og botngreiningu,
settur var upp Simrad Halo radar á NSO siglingatölvu, skipt var um Inmarsat-C tækið,
endurnýjaðar myndavélar að hluta, settur upp 3G GSM endurvarpi fyrir áhöfn,
endurnýjaðir skjáir í brú og sett var nýtt straumlog frá JRC.
Áður en skipið lagði af stað til Póllands voru GPS tækin endurnýjuð.
Sjá myndir í myndaalbúminu.
18.08.2017 10:32
Særún
Fyrir tveim vikum kláraði Vestan ehf að setja upp mundavélakerfi um borð í Særúnu.
Myndavélar fóru í vélarúm, farþegadekk og skut.
22.06.2017 21:34
Bílsdey SH-65
Þá er lokið vinnuferð á Siglufjörð, þann merka stað.
Í þessari ferð sem farin var í Bíldsey var sett upp myndavélakerfi um borð með fimm myndavélum í.
Einnig myndavélaskiptir til að horfa á myndavélarnar í gegnum.
Lagfæringar á loftnetum voru líka gerðar, ásamt því að skipta um AIS tæki.