09.01.2014 10:00

Tilkynningarkerfi til farþega.

Í byrjun janúar kláraði Vestan ehf að setja upp nýtt tilkynningarkerfi fyrir farþega ferjunnar Baldurs.

Kerfið léttir mikið á stjórnendum skipsins sem þurfa að lesa upp löng og mikil skilaboð á tveim til þremur tungumálum til farþega í hvert sinn sem farið er úr höfn eða komið í höfn á öllum viðkomustöðum ferjunnar.

Fyrirfram lesin skilaboð eru sett á minniskubb og velur skipstjórnarmaður þau skilaboð sem hann vill láta heyrast með því að ýta á viðkomandi hnapp. Kerfið býður upp á 30 mismunandi skilaboð.

Þetta kerfi er sérsmíðaverkefni Vestan ehf fyrir Sæferðir ehf í Stykkishólmi.

 

Hnappaborðið sem velur skilaboðin sem eiga að heyrast.
 

Fleiri myndir af kerfinu eru í myndaalbúminu.

03.10.2013 15:18

Útilýsing við Reykhólakirkju

Í gær 2. október kláraði Vestan ehf að setja upp nýja ljóskastara til að lýsa upp kirkjuna á Reykhólum.

Kastararnir sem settir voru upp eru 100 watta LED kastarar. Settir voru upp þrír kastarar,

tveir framan við kirkjuna og einn að aftanverðu. Einnig var sett upp sólklukka til að stjórna hvenær þeir kveikja á sér og slökkva.

Gömlu kastararnir tveir sem eftir eru fengu að vera áfram first um sinn en þeir voru aftengdir og lýsa ei meir.

 

          

 

 

 

 

Fleiri myndir af kirkjunni eru í myndaalbúminu.

 
 
 

16.09.2013 19:13

Grundarfjarðarhöfn, myndavélakerfi.

Núna í ágúst lauk Vestan ehf við að setja upp nýtt myndavélakerfi á hafnarsvæði Grundarfjarðarhafnar.

Í kerfinu eru fimm myndavélar sem dreift er um svæðið.

Hérna fyrir neðan eru skjámyndir úr stjórntölvu kerfisins.

 

 

 
 


Fleiri myndir koma fljótlega. Það er hægt að skoða myndirnar betur í myndaalbúminu.

 

15.06.2013 21:15

Uppsetning á Simrad NSO 4G Broadband radar í Baldri.

Radarhatturinn er ekki fyrirferðamikill en gefur ótrúlega mikla radareiginleika.
 


Skjámynd úr radarnum frá Brjánslæk. Með sjókortið undir radarmyndinni.

Hægt er að skoða fleiri myndir af þessari uppsetningu í Myndaalbúm flipanum.

 

Flettingar í dag: 21
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 12
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 955
Samtals gestir: 223
Tölur uppfærðar: 29.1.2022 02:34:35