04.01.2016 17:51

Faxaborg SH 207

Núna um áramótin kláraði Vestan ehf að vinna við breytingar á rafeindabúnaði um borð í Faxaborg SH207.

Vestan ehf sá m.a. um að tengja öll rafeindatæki í brú eftir endursmíði á púlti, setja upp myndavélakerfi með 8 myndavélum,

setja upp 2ja rása FM kerfi á millidekk með yfirtöku frá skipstjóra og talstöðvum, setja 8 rása músaveljara

svo bara ein mús stjórni öllum tölvum. Einnig voru settir upp tveir skjáir frá siglingatölvu og myndavélakerfi á

millidekk ásamt einum skjá frá línukerfinu. Skipt var um sjálfstýringu og sett nýtt stýri á millidekk ásamt aukaaflestursskjá

frá sjálfstýringarkerfi. Einnig var settur nýr GPS og endurnýja þurfti sum loftnet í mastri og kapla.

Fleiri myndir eru í myndaalbúminu.

 

 

Myndir komnar í myndaalbúm.

26.11.2015 17:30

Hamar SH224

Núna er lokið uppsetningu á nýrri MF/HF talstöð um borð í Hamri SH224.

Stöðin er Sailor 6000 DSC, 150W.

Fleiri myndir koma í myndaalbúmið fljótlega.

 

 

12.11.2015 20:47

Breiðafjarðarferjan Baldur.

Núna er lokið uppsetningu á Simrad GN70 GPS áttavita í flóabátnum Baldri.

GPS tækið er hugsað sem viðbótar staðsetningartæki og sem viðbótar stefnugjafi á móti gyro-kompás skipsins.

Geta skipstjórnarmenn valið hvora virknina sem er eða báðar inn á siglingakerfi skipsins.

 

 

15.10.2015 22:22

Þytur SK18

Þriðjudaginn 12/10 kláraði Vestan ehf að setja upp Simrad AP70 sjálfstýringu og NSS12 Simrad fjölnota snertiskjá,

sem var tengdur við AIS tæki, botnstykki (dýpissendir innbyggður í skjáinn) og 4G Broadband radar sendi.

NSS12 skjárinn var líka tengdur við sjálfstýringuna. Við NSS12 skjáinn var líka tengdur 22" aukaskjár.

Verkið var unnið á Sauðárkróki.

 

 

 

Flettingar í dag: 11
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 12
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 945
Samtals gestir: 220
Tölur uppfærðar: 29.1.2022 01:50:23