22.03.2015 18:15

Bíldsey SH65

Í gær, laugardag var settur nýr Koden radar í Bíldsey SH65. Gamli Koden radarinn var ekki viðgerðarhæfur.

Radarinn var tengdur inn á GPS, GPS áttavita og AIS tæki.

 

 

Fleiri myndir í myndaalbúminu.

 

20.03.2015 18:39

Gunnar Bjarnason SH122

Þá er lokið uppsetningu á Simrad NSO siglingatölvu í Gunnar Bjarnason.

Við tölvuna sem er plotter í grunninn var tengdur Simrad 4G Broadband radar ásamt Simrad BSM-3 Broadband

dýptarmælissendi, sem tengdur var við eldri gerð af Simrad Combi botnstykki.


 

Fleiri myndir af uppsetningunni í myndaalbúminu.

21.02.2015 10:55

Alda HU112

Í gær mætti Vestan ehf á Skagaströnd í indælisveðri og setti upp FM dreifikerfi í Öldu HU112.

Búnaðurinn var tengdur inn á útvarp og VHF talstöð ásamt því að settur var míkrafónn

svo skipstjóri getið talað við áhöfn á dekki.

Fleiri myndir í myndaalbúminu.

 
 
 

13.02.2015 20:29

Hamar SH224

Núna er lokið uppsetningu á FM dreifikerfi fyrir millidekk og lest í Hamri SH224.

Skipstjóri er einnig með míkrafón uppi í brú til að geta talað til skipverja, sem eru annars að hlusta á útvarp við sýna vinnu.


 

 
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 12
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 950
Samtals gestir: 221
Tölur uppfærðar: 29.1.2022 02:12:42