31.01.2015 17:39

Særif SH25 - Ný sjálfstýring.

Í síðustu viku kláraðist uppsetning á nýrri sjálfstýringu í Særif SH-25. Skipt var út Simrad AP-50 stýringu og

sett upp Simrad AP-70, ásamt stjórnbúnaði fyrir hliðarskrúfur og IS-40 aflestursskjá í afturglugga.

 

21.12.2014 13:50

Brimnes BA.

Í viku 51 lauk Vestan ehf við uppsetningu á nýrri sjálfstýringu og GPS áttavita um borð í

Brimnesi BA. á Patrekfirði. Stýringin sem varð fyrir valinu er Simrad AP70 ásamt

Simrad HS70 GPS áttavita.

 

 

23.11.2014 00:00

Breiðafjarðarferjan Baldur.

Fyrripart nóvember lauk Vestan ehf breytingum sem ákveðið var að gera um borð,

í Baldri sem Sæferðir ehf hefur nýlega keypt, áður en áætlunarferðir myndu hefjast.

Skipið fór svo sýna fyrstu áætlunarferð 13. nóvember.

Um var að ræða tilfærslur á tækjabúnaði ásamt viðbótum á fjarskiptakerfi skipsins og netkerfi um borð.

Við hjá Vestan ehf óskum eigendum og starfsfólki til hamingju með nýja skipið.

Sjá má fleiri myndir úr brú skipsins í myndaalbúminu.

 

 

01.09.2014 16:56

Spennubreytar

Þá er hún komin sending númer tvö af spennubreytum og hleðslutækjum.

Núna til á lager áriðill 24V í 230V / 2000wött og

áriðill 24V í 230V / 3000wött með fjarstýringu, sem einnig er hleðslutæki ef bátur er landtengdur.

Nánari upplýsingar í tölvupósti eða síma.

Steini.

Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 58
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 31232
Samtals gestir: 9283
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:50:13