12.07.2014 13:33
Hamar SH-224
Nýlega lauk Vestan ehf við breytingar og tiltekt í brúnni á Hamri SH-224 frá Rifi.
Öll tæki voru tekin niður og raðað upp aftur og sum endurnýjuð eins og t.d. AIS tæki, VHF talstöð og dýptarmælir.
Fleiri myndir eru í myndaalbúminu. |
30.05.2014 18:20
Grundarfjarðarhöfn
Í dag 30. maí var klárað að ganga frá tengingum á vefmyndavél fyrir Grundarfjarðarhöfn. Myndavélin er ein af sjö myndavélum sem
Vestan ehf setti upp á hafnarsvæðinu. Slóðin á vélina er : http://grundarfjordur.is/default.asp?sid_id=60611&tId=99
Sjá hlekk til hægri á síðunni.
Skjámynd af heimasíðu Grundarfjarðarbæjar. |
17.05.2014 21:47
Talstöð MF/HF
Í vikunni var unnið við að skipta um MF/HF talstöð um borð í Núp BA69.
Gamla Sailor 4000 stöðin var tekin niður og ný Sailor 6000 / 150W sett upp í staðin.
Fleiri myndir eru í myndaalbúminu. |
18.02.2014 15:20
Spennubreytar/hleðslutæki
Núna er fyrsta sending af sambyggðu spennubreytum/hleðslutækjum komin í hús.
Breytarnir búa til 230 volt úr 24 voltum þegar bátur er á sjó og hlaða inn á geymana um borð þegar búið er að landtengja.
Allar upplýsingar um breytana má finna á slóðinni: http://www.develpower.com/en/proshow.asp?ID=146
Breytarnir eru 230V/50Hz 3KW og er í þeim 35 Ampera hleðslutæki.
Fjarstýring fylgir með.
Nánari upplýsingar gefur Þorsteinn í síma 853 9007 eða vestanehf@simnet.is
Mynd af breytinum:
|