23.11.2014 00:00
Breiðafjarðarferjan Baldur.
Fyrripart nóvember lauk Vestan ehf breytingum sem ákveðið var að gera um borð,
í Baldri sem Sæferðir ehf hefur nýlega keypt, áður en áætlunarferðir myndu hefjast.
Skipið fór svo sýna fyrstu áætlunarferð 13. nóvember.
Um var að ræða tilfærslur á tækjabúnaði ásamt viðbótum á fjarskiptakerfi skipsins og netkerfi um borð.
Við hjá Vestan ehf óskum eigendum og starfsfólki til hamingju með nýja skipið.
Sjá má fleiri myndir úr brú skipsins í myndaalbúminu.
![]() |
01.09.2014 16:56
Spennubreytar
Þá er hún komin sending númer tvö af spennubreytum og hleðslutækjum.
Núna til á lager áriðill 24V í 230V / 2000wött og
áriðill 24V í 230V / 3000wött með fjarstýringu, sem einnig er hleðslutæki ef bátur er landtengdur.
Nánari upplýsingar í tölvupósti eða síma.
Steini.
12.07.2014 13:33
Hamar SH-224
Nýlega lauk Vestan ehf við breytingar og tiltekt í brúnni á Hamri SH-224 frá Rifi.
Öll tæki voru tekin niður og raðað upp aftur og sum endurnýjuð eins og t.d. AIS tæki, VHF talstöð og dýptarmælir.
![]() |
|
Fleiri myndir eru í myndaalbúminu. |
30.05.2014 18:20
Grundarfjarðarhöfn
Í dag 30. maí var klárað að ganga frá tengingum á vefmyndavél fyrir Grundarfjarðarhöfn. Myndavélin er ein af sjö myndavélum sem
Vestan ehf setti upp á hafnarsvæðinu. Slóðin á vélina er : http://grundarfjordur.is/default.asp?sid_id=60611&tId=99
Sjá hlekk til hægri á síðunni.
![]() |
|
Skjámynd af heimasíðu Grundarfjarðarbæjar. |


