01.03.2017 21:35

Kári SH-78

Seinnipartinn í dag lauk með prufusiglingu, breytingum og endurbótum sem Vestan ehf tók að sér í Kára SH 78.

Báturinn var lengdur um 110 sm, skipt um vél og gír, sett nýtt glussakerfi og bætt við hliðarskrúfu að aftan.

Vestan ehf setti nýja sjálfstýringu með stjórnbúnaði fyrir aftari hliðarskrúfu. Einnig voru settar upp tvær myndavélar í vél og á dekk.

Skipt var um hliðarskrúfustjórnbúnað og voru sett stiglaus handföng bæði úti og inni.

Svo voru líka viðgerðir og endurbætur gerðar á rafkerfi.

Fleiri myndir úr Kára eru í myndaalbúmainu.

 

 

28.02.2017 22:36

Flatey, veðurstöð

Á sunnudaginn síðastliðinn fórum við Björn Samúelsson út í Flatey og settum upp veðurstöð.

Veðurupplýsingar frá stöðinni verða aðgengilegar á vefnum.

Upplýsingar um vefsvæðið verðar birtar á vef Vestan ehf um leið og þær eru komnar.

Fleiri myndir úr ferðinni eru í myndaalbúminu.

 

 

28.01.2017 14:51

Brjánslækur, veðurstöð

Fimmtudaginn 26. janúar fórum við hjá Vestan ehf með Birni Samúlessyni á Reykhólum vestur á Brjánslæk og settum upp veðurstöð.

Aflestur af veðurstöðinni verður aðgengilegur fljótlega á heimasíðunni reykholar.is.

 

12.01.2017 20:52

Guðmundur Jensson SH717

10. janúar kláruðust breytingar í Guðmundi Jenssyni SH. Sett var upp Simrad NSO siglingatölva með 4G Broadband radar.

Einnig var settur upp Simrad SH70 GPS áttaviti og hann tengdur inn á WASSP dýptarmæli til ölduleiðréttingar.

Skájm var raðað upp á nýtt og endurnýjaðir loftnetskaplar í GSM loftnet.

 

 

 
Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 89838
Samtals gestir: 28180
Tölur uppfærðar: 15.6.2021 19:15:17