10.06.2015 17:59

Nýr GPS áttaviti

Komin er á markaðinn ný tegund af GPS áttavita.

Áttavitinn er mjög nettur, lítið stærri en GPS hattur. Verðið er frá 165.000,- án/VSK

Helstu eiginleikar eru:

  • Gefur réttvísandi stefu, staðsetningu, veltu og stamp.
  • Tengist NMEA 2000® búnaði
  • 2° stefnu nákvæmni
  • 1 m (RMS) staðsetningar nákvæmni með leiðréttingu
  • SBAS compatible for enhanced accuracy (WAAS, EGNOS, MSAS, etc.)
  • Heldur stefnu í allt að 3 mínútur ef GPS dettur út
  • Lítill og nettur

Nánari upplýsingar á:

http://www.navico-commercial.com/en-US/Products/Gyro-Compasses/Simrad-HS60-GPS-Compass-en-us.aspx

 

22.03.2015 18:15

Bíldsey SH65

Í gær, laugardag var settur nýr Koden radar í Bíldsey SH65. Gamli Koden radarinn var ekki viðgerðarhæfur.

Radarinn var tengdur inn á GPS, GPS áttavita og AIS tæki.

 

 

Fleiri myndir í myndaalbúminu.

 

20.03.2015 18:39

Gunnar Bjarnason SH122

Þá er lokið uppsetningu á Simrad NSO siglingatölvu í Gunnar Bjarnason.

Við tölvuna sem er plotter í grunninn var tengdur Simrad 4G Broadband radar ásamt Simrad BSM-3 Broadband

dýptarmælissendi, sem tengdur var við eldri gerð af Simrad Combi botnstykki.


 

Fleiri myndir af uppsetningunni í myndaalbúminu.

21.02.2015 10:55

Alda HU112

Í gær mætti Vestan ehf á Skagaströnd í indælisveðri og setti upp FM dreifikerfi í Öldu HU112.

Búnaðurinn var tengdur inn á útvarp og VHF talstöð ásamt því að settur var míkrafónn

svo skipstjóri getið talað við áhöfn á dekki.

Fleiri myndir í myndaalbúminu.

 
 
 
Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 8
Samtals flettingar: 89830
Samtals gestir: 28180
Tölur uppfærðar: 15.6.2021 18:42:23