11.10.2017 20:59

Hamar SH224

Þegar Hamar SH kom frá Póllandi fyrir um 3 vikum síðan var

hafist handa við að endurnýja hluta af siglinga og fiskileitartækjum um borð.

Það sem helst var gert var að:

Settur var upp nýr Simrad ES80 dýptarmælir á 38Khz botnstykki 3ja. geisla með stærðargreiningu og botngreiningu,

settur var upp Simrad Halo radar á NSO siglingatölvu, skipt var um Inmarsat-C tækið,

endurnýjaðar myndavélar að hluta, settur upp 3G GSM endurvarpi fyrir áhöfn,

endurnýjaðir skjáir í brú og sett var nýtt straumlog frá JRC.

Áður en skipið lagði af stað til Póllands voru GPS tækin endurnýjuð.

Sjá myndir í myndaalbúminu.

Flettingar í dag: 103
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 33
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 38598
Samtals gestir: 10873
Tölur uppfærðar: 7.4.2025 22:51:02