01.03.2017 21:35
Kári SH-78
Seinnipartinn í dag lauk með prufusiglingu, breytingum og endurbótum sem Vestan ehf tók að sér í Kára SH 78.
Báturinn var lengdur um 110 sm, skipt um vél og gír, sett nýtt glussakerfi og bætt við hliðarskrúfu að aftan.
Vestan ehf setti nýja sjálfstýringu með stjórnbúnaði fyrir aftari hliðarskrúfu. Einnig voru settar upp tvær myndavélar í vél og á dekk.
Skipt var um hliðarskrúfustjórnbúnað og voru sett stiglaus handföng bæði úti og inni.
Svo voru líka viðgerðir og endurbætur gerðar á rafkerfi.
Fleiri myndir úr Kára eru í myndaalbúmainu.
Skrifað af Steina