04.01.2016 17:51
Faxaborg SH 207
Núna um áramótin kláraði Vestan ehf að vinna við breytingar á rafeindabúnaði um borð í Faxaborg SH207.
Vestan ehf sá m.a. um að tengja öll rafeindatæki í brú eftir endursmíði á púlti, setja upp myndavélakerfi með 8 myndavélum,
setja upp 2ja rása FM kerfi á millidekk með yfirtöku frá skipstjóra og talstöðvum, setja 8 rása músaveljara
svo bara ein mús stjórni öllum tölvum. Einnig voru settir upp tveir skjáir frá siglingatölvu og myndavélakerfi á
millidekk ásamt einum skjá frá línukerfinu. Skipt var um sjálfstýringu og sett nýtt stýri á millidekk ásamt aukaaflestursskjá
frá sjálfstýringarkerfi. Einnig var settur nýr GPS og endurnýja þurfti sum loftnet í mastri og kapla.
Fleiri myndir eru í myndaalbúminu.
Myndir komnar í myndaalbúm. |