09.01.2014 10:00

Tilkynningarkerfi til farþega.

Í byrjun janúar kláraði Vestan ehf að setja upp nýtt tilkynningarkerfi fyrir farþega ferjunnar Baldurs.

Kerfið léttir mikið á stjórnendum skipsins sem þurfa að lesa upp löng og mikil skilaboð á tveim til þremur tungumálum til farþega í hvert sinn sem farið er úr höfn eða komið í höfn á öllum viðkomustöðum ferjunnar.

Fyrirfram lesin skilaboð eru sett á minniskubb og velur skipstjórnarmaður þau skilaboð sem hann vill láta heyrast með því að ýta á viðkomandi hnapp. Kerfið býður upp á 30 mismunandi skilaboð.

Þetta kerfi er sérsmíðaverkefni Vestan ehf fyrir Sæferðir ehf í Stykkishólmi.

 

Hnappaborðið sem velur skilaboðin sem eiga að heyrast.
 

Fleiri myndir af kerfinu eru í myndaalbúminu.

Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 48
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 46502
Samtals gestir: 12221
Tölur uppfærðar: 19.8.2025 00:47:00