03.10.2013 15:18
Útilýsing við Reykhólakirkju
Í gær 2. október kláraði Vestan ehf að setja upp nýja ljóskastara til að lýsa upp kirkjuna á Reykhólum.
Kastararnir sem settir voru upp eru 100 watta LED kastarar. Settir voru upp þrír kastarar,
tveir framan við kirkjuna og einn að aftanverðu. Einnig var sett upp sólklukka til að stjórna hvenær þeir kveikja á sér og slökkva.
Gömlu kastararnir tveir sem eftir eru fengu að vera áfram first um sinn en þeir voru aftengdir og lýsa ei meir.
Fleiri myndir af kirkjunni eru í myndaalbúminu. |
||
Skrifað af Steina