19.09.2020 17:04

Inga P

Í gær lauk Vestan ehf við að tækja upp Ingu P. sem fer bráðlega á humargildru veiðar.

Sett var ný sjálfstýring í bátinn með útistýri á dekki ásamt upplýsingaskjá við stýringuna.

Myndavélakerfið um borð var endurbætt með skjá og myndavélum.

Sett var ný tölva fyrir Simrad GPT dýptarmælissendin og nýja ES80 forritið sett upp.

Sett var ný Olex siglingatölva og hún tengd við Simrad GPT sendinn til að safna botnhörkuupplýsingum.

Nýjasta útgáfan af Trackwell afladagbókarforritinu var einnig sett upp.

Fleiri myndir eru í myndaalbúminu.

 
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 105
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 48105
Samtals gestir: 12507
Tölur uppfærðar: 18.9.2025 21:14:48